SÁM 90/2309 EF

,

Í Skaftafellssýslu drukknuðu margir. Í Skaftárósum drukknaði Kjartan Pálsson frá Hrísnesi, Jón Vigfússon frá Geirlandi og Guðmundur Ásmundsson frá Lyngum í Meðallandi sem var á leið til kærustunnar og ætlaði að stökkva á milli skara á ísaðri ánni en féll í ána. Eitt sinn voru Guðmundur Þorleifsson í Skál og Vigfús Eyjólfsson í Á á ferð í fjalli í miklum snjó. Þá kom snjóflóð og tók Vigfús með sér niður í á en brotnaði utan af honum á eyri þannig að hann komst lifandi frá þessu. Í Svínadalsvatni drukknaði Kristófer Þorvarðarson póstur þegar hann ætlaði að ríða vatnið. Í Kúðafljóti drukknaði Eggert Guðmundsson ljósmyndari frá Söndum, Einar Bergsson bóndi á Mýrum í Álftaveri og Sveinn Eiríksson prestur í Ásum í Skaftártungu. Í Hólmsá drukknaði Oddur Stígsson frá Skaftárdal. Séra Sigurður Jónsson á Prestbakka drukknaði í Skaftá þegar hann fór niður um ís


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2309 EF
E 70/51
Ekki skráð
Sagnir
Ár, slysfarir og snjóflóð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þorbjörn Bjarnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
16.06.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017