SÁM 86/862 EF

,

Heimildarmaður dreymdi eitt sinn Galdra-Leif. Hann dreymdi að hann væri kominn út og væri að fljúga uppi í loftinu. Hann sá tréhús og taldi það vera hús sýslumannsins. Hjá húsinu var bogadregin bryggja og útlenskt skip lá hjá henni. Mann sá hann ganga frá skipinu og upp bryggjuna. Heimildarmaður sá hann vel og gat því gefið góða lýsingu á manninum. Þegar maðurinn kom upp á bryggjuna fór hann að leika ýmsar kúnstir. Kallar heimildarmaður til hans og spyr hann að nafni en maðurinn ansar því engu. Að lokum segist maðurinn hafa verið skírður Kjaftur. Ekki trúir heimildarmaður því. Segir þá maðurinn að heimildarmaðurinn muni komast að því þegar hann vakni. Þegar heimildarmaður vaknaði var bók á borðinu hans og var hún um manninn Þorleif Þorleifsson sem var nefndur Kjaftur.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/862 EF
E 66/89
Ekki skráð
Sagnir
Draumar og viðurnefni
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigurður J. Árnes
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
16.12.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017