SÁM 89/1870 EF

,

Álög á Arnarbæli. Maður sem átti þar heima var eitt sinn úti í skógi að höggva hrís. Hann lagði sig í skóginum og dreymdi þá að til sín kæmi kona og bað hún hann að vera kyrran og segir að henni hafi gengið svo vel eftir að hann kom þangað. En hann sagðist þurfa að fara en hún sagði að hún myndi leggja það á að enginn myndi búa nema 11 ár í Arnarbæli. Þegar maðurinn vaknaði hjó hann sig í hnéð og dó úr blóðeitrun. Allt fólkið á bænum drukknaði á Ívarsboða. Lík af stúlku rak undir jökli og var það talið hafa verið úr þessum bát. Einn maður sem að bjó í Arnarbæli á ellefta árinu þar dó. Einn mann Magnús að nafni dreymdi að honum ætti að vera óhætt en hann lét þó ekki reyna á það.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1870 EF
E 68/57
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, draumar, álög, slysfarir, eldiviður og hefndir huldufólks
MI F200 og scotland: f137
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jóhanna Elín Ólafsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson og Einar Gunnar Pétursson
Ekki skráð
26.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017