SÁM 89/2075 EF

,

Um Skúlamálið. Lárus sýslumaður kom að Látrum. Þá mætti hann Helga á túninu og þurfti Lárus að fá sig fluttan yfir Mjóafjörð. Helgi sagði húsbóndann hafa verið heima. Lárusi var síðan sagt að Helgi hefði verið húsbóndinn á bænum. Hann flutti síðan Lárus yfir fjörðinn en Lárus þurfti að hoppa í land og tók Helgi því ekki fyrir flutninginn. Menn höfðu oft horn í síðu Lárusar. Heimildarmaður minnist á brag vegna undirskriftasöfnunar; Joðið er alltaf joðið mitt. Þetta var síðan haft sem orðtak. Móðir heimildarmanns vissi margt um skúlamálið en vildi lítið um það tala. Þegar Sigurður var í tugthúsinu bjó hún í næsta húsi við fangelsið. Sagði hún að meðferðin á Sigurði hefði alltaf verið góð. Mörgum fannst Lárus taka að sér ýmis skítverk með því að vinna á móti Skúla.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2075 EF
E 69/43
Ekki skráð
Sagnir
Stjórnmál, yfirvöld og orðtök
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Bjarni Jónas Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
21.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017