SÁM 90/2235 EF

,

Heimildarmaður átti heima á Dynjanda í æsku. Engir álagablettir þar, var mjög „hreint“ pláss. Hins vegar átti Kirkjuból í Mosdal að vera mikið vættapláss. Þar bjuggu áður miklir galdramenn. Þar fæddist heimildarmaður og átti heima til átta ára aldurs. Sagnir til af Jóhannesi gamla á Kirkjubóli. Í Hraunakverk, skammt fyrir neðan bæinn, átti Jóhannes að hafa drauga sína, sem hann notaði til sendiferða. Þetta var kringlótt laut og í henni voru tveir grænir blettir sem heimildarmaður hafði gaman af að skoða. Draugarnir hétu Tobías og hinn Sortúseus og hafði Jóhannes þá til smásnúninga fyrir sig. Fyrir framan bæinn var djúp laut sem kallaðist Rauðalág. Þar átti Jóhannes að hafa grafið skjöl sín og galdrabækur. Líklegra að þetta hafi bara verið einhverjar bækur á latínu. Jóhannes skildi bæði þýsku og dönsku. Jón Sigurðsson forseti ólst upp á Hrafnseyri í tíð Jóhannesar. Eitt sinn kom Jón, þá 15-16 ára, með föður sínum yfir að Kirkjubóli. Jón skoðaði þá þessar bækur hjá Jóhannesi og gat ekki lesið sumar þeirra, ekki skilið tungumálið. Síðan fer Jón burt til Reykjavíkur. Tveim árum seinna kemur hann aftur á Hrafnseyri og spyr um leið hvort að Jóhannes á Kirkjubóli væri enn á lífi. En á meðan hafði Jóhannes látist og grafið öll sín skjöl í jörðina


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2235 EF
E 70/20
Ekki skráð
Sagnir
Álög, bækur og handrit, draugar og galdramenn
MI D1711
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017