SÁM 90/2153 EF

,

Jóhann Halldórsson, eða Jóhann stóri á Skáldsstöðum í Saurbæjarhrepp var langafi heimildarmanns. Dóttursonur Jóhanns var Jóhannes sterki. Danakonungur vildi fá stóra Jóhann til Danmerkur og hafa hann sem lífvörð sinn. Það þótti Jóhanni spennandi þannig að hann fór til Akureyrar en þá var ekki skipið komið sem að átti að flytja hann út þannig að hann fór heim aftur og fékk sér konu og fór að búa. Heimildarmaður rekur afkomendur hans. Jóhannes sterki varð snemma blindur. Eitt sinn var hann staddur á Akureyri og lágu þá frönsk skip á pollinum og versluðu menn við þá. Hann var með öðrum manni sem að hét Vigfús og var sá orðinn nokkuð drukkinn. Hann ákvað að fá sér bát og sigla út í skipið. Skömmu seinna heyrðist Vigfús kalla á hjálp og rauk þá Jóhannes ásamt fleirum út í skipið. Þegar þeir komu þangað átti að fara að skera Vigfús. Jóhannes barðist við mennina og hafði lítið fyrir því. Hann tók Vigfús undir hendina og fór af skipinu. Jóhannes var með stórar hendur. Hann var góður karl og hann smíðaði tóbakspontur eftir að hann varð blindur. Eitt sinn þurfti að ná í ljósmóðir og treysti sér enginn til að fara því að það þurfti að fara yfir Núpá en hún var að ryðja sig. Jóhannes ákvað að fara og óð hann út í með hestinn og ýtti jökunum sem voru á ánni frá þeim.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2153 EF
E 69/98
Ekki skráð
Sagnir
Ár, afreksmenn, ljósmæður, smíðar, viðurnefni, ættarfylgjur, ferðalög, verslun, bátar og skip og frakkar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Júlíus Jóhannesson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.11.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017