SÁM 89/2079 EF

,

Draumur heimildarmanns í Vestmannaeyjum um skútu með hvítum seglum, hljóðfæraleik og undarlegar verur. Árið 1933 var heimildarmaður í Vestmannaeyjum. Um páskana dreymdi hann að hann væri á gangi í Vestmannaeyjum. Þá sá hann koma skútu siglandi með hvítum seglum. Hún kom inn í höfnina og þar stoppaði hún. Heil hersing af hvítum verum kom upp á dekkið og spiluðu þeir á lúðra. Bátur var kominn þarna og út í hann stigu tvær hvítar verur. Báturinn sveif áfram og hann fór inn í botn. Um leið og báturinn lendir hættir hljómsveitin. Ein veran fór í land og kom hún upp Kirkjubraut. Myrkur var þarna sem að vildi draga heimildarmann til sín og gera hann máttlausan. Maður kom þarna að og sagði heimildarmanni að taka eftir því sem fram færi. Veran fór svo aftur í bátinn og leið hann í átt að skipinu. Verurnar spiluðu aftur á skipinu. Heimildarmaður fór inn og sat kona í eldhúsinu. Konan sagði að þetta væri Jesú kristur að heimsækja kærustuna sína, það gerði hann alltaf á föstudaginn langa. Strengt var tjald og borg var á tjaldinu sem var Jerúsalem.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2079 EF
E 69/45
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar og æviatriði
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Bjarni Jónas Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
22.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017