SÁM 85/279 EF

,

Á Ketilsstöðum í Fagradal rétt utan við köldukvísl voru beitarhús. Gekk alltaf illa að fá menn til að passa fé í húsunum fyrir draugagangi. Komu sauðirnir stundum öfugir út úr húsunum og jafnvel hálsbrotnir. Eitt sinn fengu þeir mann sem að Rustukus Rustikusson hét og var hann mikið hraustmenni. Hann fyrsta verk var að smíða sér vel beittan broddstaf. Hann lét þau orð ganga að hann myndi taka á móti draugsa þegar hann kæmi. Dag einn kom hann ekki sauðunum inn í húsin og komu þeir allir öfugir út jafn óðum aftur. Óð hann þá sjálfur inn í húsið með miklu offorsi og spurði hvað það ætti að þýða að leyfa ekki sauðunum að koma inn í húsið. Setti hann síðan sauðina aftur inn og varð ekki vart meira við reimleika í þessum húsum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/279 EF
E 65/12
Ekki skráð
Sagnir
Reimleikar og beitarhús
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hrólfur Kristbjarnarson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017