SÁM 84/63 EF

,

Bændur úr Landbroti voru að koma úr afréttasafni um haust. Þorkell Einarsson í Ásgarði veiktist og gat ekki fylgt safninu og urðu tveir eða þrír menn eftir með honum, Jón Þorkelsson í Seglbúðum og Davíð Davíðsson frá Fagurhlíð. Ekki urðu þeir varir að Davíð vantaði fyrr en þeir komu að Heiðarseli þar sem þeir gistu. Gerðu þeir ráð fyrir að Davíð hefði farið beint heim, enda á röskum hesti. Morguninn eftir þegar birti að degi kemur Davíð að Heiðarseli og segir sína sögu. Þegar hann sá að hann var einn ætlaði hann að hitta ferðafélaga sína í Heiðarseli, en þeir fóru eystri leið. Davíð fór þá vestari en hún liggur að hluta tæpt á gljúfurbarminum á Selá. Í ánni er foss og djúpt gljúfur. Sér hann grilla á flikki sem ræðst á hundinn og við það fælist hesturinn svo Davíð komst naumlega af baki. Davíð sér hvar hesturinn ætlar aftur á bak í gljúfrið og tekur á það ráð að slá með svipuólinni í kringum hann svo hesturinn róast og nær hann þannig að þoka honum frá brúninni. Ekki mátti hann hætta að slá því þá ærðist hesturinn og gekk þetta svona alla nóttina. Davíð hvorki sá né heyrði nema í byrjun þegar hundurinn fór frá honum. Segja margir að hann Davíð hafi ekki náð sér eftir þetta.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 84/63 EF
EN 64/34
Ekki skráð
Sagnir
Hestar og vatnaskrímsli
MI F420, tmi l211 og scotland: f94
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórarinn Helgason
Hallfreður Örn Eiríksson og Svend Nielsen
Ekki skráð
16.06.1964
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017