SÁM 86/867 EF

,

Þegar heimildarmaður var um 7 eða 8 ára aldur var henni sagt að skrattinn gæti komið í brúðurnar sem börn léku sér að. Heimildarmaður var að leika sér með brúðu sunnudag einn upp á lofti. Þá heyrði hún skrítin hljóð. Svo heyrði hún hljóðið betur og hugsaði að nú væri skrattinn á ferðinni og ætli í brúðuna. Hún reyndi að troða henni ofan í kassa. Hallbera beið alltaf eftir að skrattinn kæmi með brúðuna og hljóðið heyrðist meir og meir þar til það kom maður. Það reyndist vera pósturinn að þeyta lúður. Litlu seinna dreymdi heimildarmann skrattann að druslast með brúðuna hennar.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/867 EF
E 66/93
Ekki skráð
Æviminningar
Draumar, landpóstar, hjátrú, barnauppeldi og kölski
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hallbera Þórðardóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
27.12.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017