SÁM 90/2298 EF

,

Segir enga drauga hafa verið í Haukadal en það hafi eitthvað verið talað um hana Gunnhildi. Hún hafði verið á Sveinseyri, farið í mó með fólki sem skildi hana eftir í bátnum þar sem hún svo dó. Hún var sett inn í hús og hefur fylgt sérstakri ætt fyrir vestan lengi. Heimildarmaður telur hana vera alveg dauða núna, hún hefur ekkert heyrt talað um hana. Gunnhildur sást á undan fólki úr ættinni sem hún var talin fylgja. Heimildarmaður segir sögu af fjósamanni sem hitti Gunnhildi. Hann varð hræddur og hljóp á eftir henni þar sem hún hljóp í burtu. Hann hélt að stúlkurnar væru að stríða honum sem þær gerðu oft og elti hana niður að læk. Þá gafst hann upp því hann sá að hann gat ekki náð henni. Fólk sagði að þetta hefði verið Gunnhildur. Heimildarmaður heyrði ekki talað um fleiri drauga en Gunnhildi og segir að ekki hafi verið mikil draugatrú heima hjá henni í Haukadal


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2298 EF
E 70/43
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar, ættarfylgjur og draugatrú
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ingibjörg Hákonardóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
26.05.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017