SÁM 94/3858 EF

,

Þú hefur ekki komið til Íslands eftir að þú fórst? sv. Nei, no. sp. Og ert ekkert að hugsa um að...? sv. Ekki héðan af held ég. Ég fer þegar að ég fer yfir, þá kem ég við á Íslandi. sp. Þú hefur ekkert fengist við að skrifa eins og þetta frændfólk þitt? sv. Nei, veistu það að ég eiginlega veit ekki neitt um þetta frændfólk mitt. Það er nú too bad. En ég hef lesið alla þessa bók og lesið mest af hans kvæðum, hans eru meira þungskilin en hennar eru ósköp mild (?) , voða falleg og allt svoleiðis á einkennilega vel við mig. Allt sem er frekar sorglegt og það á voða vel við mig. sp. Þér finnst þetta eiga betur við þig eftir hana heldur en ljóðin hans? sv. Já, mér finnst það einhvern veginn að hans eru... hann var meira skáld en hún. sp. En ef hún höfðar meira til þin er hún þá ekki meira skáld fyrir þig? sv. Well, hún er það fyrir mig, auðskildari. Ég skil hana betur heldur en ég skil hans kvæði. sp. Hefurðu lesið á íslensku mikið annað? sv. Ójá, ég hef lesið... ég les alltaf blöðin, Heimskringlu hérna. sp. En bækur einhverjar? sv. Ég hef lots af bókum.... ég hef ekki lesið þær, ekki á íslensku... ég hef meira af enskum bókum. Ég hef lesið ensku líka svona sem nægir mér. sp. Þú hefur ekki fylgst með mönnum sem hafa verið að skrifa á Íslandi? sv. Nei, ekki mikið. Ég hef séð í blöðunum samt um, ... íslensku blöðunum. Það er voða mikið, sérstaklega núna síðan að hann.... æ nú man ég ekki nafnið á þessum manni sem að þú ert nú einmitt að vinna fyrir... sp. Haraldur. sv. Já, Haraldur Bessason, ég ætti nú að muna það. En svona er heilabúið. Dóttir mín hlær að mér þegar ég segi svona: „Hana nú, nú er heilabúið lokað og ég verð að bíða þangað til það opnast aftur“. sp. Opnast það þá ekki? sv. Ó, stundum, stundum ekki. Oftast nær. sp. Hvernig er með þessi skáld sem voru hér í vesturheim, Stephan G. og Guttormur... sv. Það er nú vísa eftir þennan Guttorm J. Guttormsson, já ég þekkti hann nú vel. Hann var í Riverton. Lifði ekkert mjög langt frá okkur. sp. Lastu ljóðin hans? sv. Já, ég las eftir Gutta. Já, já. sp. Hvernig fannst þér þau? sv. Ó, þau voru... sum voru góð en sum voru svona... Ég veit hann var gott skáld en hann var... ég veit það ekki... hann var þungskilinn samt... stundum. sp. Það hefur verið misgott eitthvað, stundum? sv. Já, hann var... hann var skrýtinn karl. sp. Kanntu einhverjar sögur af honum, kynntist þú honum dáldið? sv. Nei, ekki mikið. Við mættustum oft samt og drengirnir mínir slógu korn fyrir hann. _____ konan hans var æskuvinkona. Hann var þrár. En hann sagðist ekki vera alltaf skáld. Hann sagðist ekki stundum geta hafa til að mynda búið... hann var beðinn oft að búa til þú veist vísur fyrir giftingar og svoleiðis og hann sagðist ekki ævinlega geta það. En hann hætti aldrei fyrr en hann fékk viskuna. No. En hann sagðist stundum reyna og það væri ekki til neins. Það kæmi svo bara ósjálfrátt... sp. Þetta er svo misjafnt með menn. sv. Já, það er skrýtið.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3858 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Tungumál og skáld
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019