SÁM 89/1894 EF

,

Minningar Bergljótar, eða móður hennar. Hún sagði heimildarmanni frá ýmsu því að hún var fróð kona. Bróðir hennar hét Guðmundur og ól hún upp 3 börn fyrir hann en hann átti 8 börn. Móðir hennar dreymdi þegar hún gekk með Guðmund að hún væri stödd í kirkju þar sem verið var að messa. Henni fannst þetta vera í einum klettinum fyrir ofan. Það var verið að skíra barn og henni fannst það vera barnið sitt. Presturinn fór með þetta erindi; Alla mæta menn og sprund. Í vísunni kom fram nafn barnsins. Þegar barnið fæddist var barnið stúlka en í draumnum hafði verið að skíra dreng. Næsta barn var strákur og var hann skírður eins og í draumnum. Móðir heimildarmanns var draumspök kona.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1894 EF
E 68/73
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Draumar , æviatriði , kirkjusókn , mannanöfn og skírnir
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Ólöf Jónsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
03.05.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017