SÁM 89/2016 EF

,

Huldufólkssögur frá Þverá. Maður einn var skyggn og sá huldufólk og talaði við það. Því var trúað að huldufólk byggi á Núp. Huldufólk á að hafa búið í gili þar sem Þverá rennur. Kristbjörgu dreymdi oft huldufólk. Eitt sinn bjuggu hjón á Þverá og eitt vorið dreymdi hana að til hennar kæmi huldukona og sagðist hún búa í kletti upp við ánni sem kallast hulduklettur. Hún sagðist vera mjólkurlaus og bað hún um að fá að mjólka eina á um sumarið. Hún bað konuna um að mjólka hana ekki. Um vorið var fært frá og passaði konan að ein ærin væri aldrei mjólkuð. Eitt sinn þurfti hún að fara af bæ og var þá ekki sinnt um það að mjólka ekki ána. Heimildarmaður lýsir vel uppbyggingu fráfæranna.


Sækja hljóðskrá

SÁM 89/2016 EF
E 69/2
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, huldufólk, fráfærur og hjáseta og nauðleit álfa
MI F200, mi f210, tmi g1301, mi f330, mi f332 og scotland: f87
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Benedikt Kristjánsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
15.01.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. á E 69/3 og SÁM 89/2017 EF

Uppfært 27.02.2017