SÁM 88/1534 EF

,

Guðmundur biskup góði vígði Látrabjarg, þegar hann kom að Heiðnakinn var hann beðinn um að hætta vígslunni því að einhversstaðar yrðu vondir að vera. Hann hætti því við að vígja það. Heiðnakinn er í Djúpadalnum. Kristnakinn er líka þarna. Einn maður dó við að síga í Heiðnakinn. Draugar voru á Látraheiðinni. Menn komu oft rifnir og tættir ofan af Látraheiðinni. Hálfdán var á ferð um jólamorgun og þegar hann nálgast heiðina sér hann mann dálítið frá sér. Sest hann niður til að bíða af sér él og veit ekki fyrr en eitthvað kemur upp á bakið á honum. Hann komst undan þessu en var lengi að berjast við þetta. Hann var allur rifinn og tættur og varð veikur lengi upp frá þessu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1534 EF
E 67/49
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, reimleikar, slysfarir og helgir menn
MI E261
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundína Ólafsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017