SÁM 89/1777 EF

,

Draumspeki heimildarmanns. Heimildarmaður segir að sumir menn hafi verið draumspakir. Eina nóttina dreymdi heimildarmann að hann væri staddur frammi í dal. Þar var stórt hús sem var opið í annan endann og átti hann að taka poka og setja hann á klakkinn hjá sér á hestinum. Pokinn var strigapoki, með mold á. Skinn var saumað á pokann. Heimildarmaður setti pokann á hestinn en missti hann nokkrum sinnum af á leiðinni. Heimildarmanni var sagt að Kristján Eldjárn ætti þennan poka. Stúlka kom síðan inn þegar heimildarmaður kom heim og var hún með tvær dollur og voru þær misfullar. Lét hún þær við þilið. Í þeim var bómull. Heimildarmaður telur að þetta hafi verið fyrir vegferð Kristjáns í stjórnmálum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1777 EF
BE 68/10
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar og stjórnmál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Stefán Ásmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson og Árni Björnsson
Ekki skráð
28.06.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017