SÁM 90/2208 EF

,

Ingveldur Gísladóttir bjó á Syðri-Vík í Landbroti. Hún var gift Bjarna Pálssyni. Þau eignuðust sjö börn. 1860 var Kötlugos og þá var mikill sultur. Ekki var róið í Landbroti og fór Bjarni að reyna að fá fisk þegar vertíðin byrjaði. Bjarni fékk eitthvað af fiski og ætlaði síðan að leggja af stað heim en stansaði á Höfðabrekku. Þar fékk hann mat og hey handa hestunum. Meðan hann stansaði þarna gaus Katla og þá varð sandurinn ófær. Hefði hann ekki stoppað þarna hefði hann dáið. Hann varð að bíða þarna í þrjár vikur því að það var ekki hægt að komast yfir Mýrdalssand. Þegar gosinu létti varð hann að fara vestur undir Eyjafjöll og norður undir jökul til að komast heim. Hann kom niður í Skaftártungu og þaðan fór hann austur á Síðu. Ingveldur var dugleg og þegar menn komu til að taka upp heimilið sagðist hún ekki vilja að það væri gert fyrr en það væri frétt að Bjarni væri dáinn.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2208 EF
E 70/2
Ekki skráð
Sagnir
Ferðalög, náttúruhamfarir og eldgos
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Marta Gísladóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.01.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017