SÁM 90/2125 EF

,

Þuríður amma heimildarmanns og önnur Þuríður sögðu ýmsar sögur, m.a. huldufólkssögur. Þuríður amma heimildarmanns þekkti huldufólk og búálfa. Einu sinni sá hún skál í búrinu sem að hún átti ekki og setti hún mjólk í hana. Nóttina eftir dreymdi hana að til hennar kæmi kona og þakkaði hún henni fyrir mjólkina og sagði að hún hefði bjargað barninu sínu. Þetta gerði hún í heilan mánuð og þá hvarf skálin. Morguninn eftir lá skríni og silkiklútur á borðinu. Taldi hún þetta hafa verið þakklætisvott frá huldufólkinu. Maður hennar hjálpaði eitt sinn huldukonu við að fæða barn og hann varð gæfumaður upp frá því. Á aðfangadagskvöld fór hann út að bjóða hátíðina velkomna eins og þá var siður en hann kom ekki inn aftur. Hann sagði konu sinni þetta á banalegunni. Þuríður sagðist hafa séð huldufólk. Hún sagðist vita að búálfar væru allsstaðar í kringum hana.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2125 EF
E 69/76
Ekki skráð
Sagnir og lýsingar
Huldufólk , ljósmæður hjá álfum , verðlaun huldufólks , nauðleit álfa og búálfar
MI F200 , mi f372.1 , ml 5070 , tmi m31 , tmi k61 , tmi m351 , scotland: f106 , tmi g1301 , mi f330 , mi f332 , ml 6015a , scotland: f110 og scotland: f87
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigríður Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
30.06.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017