SÁM 93/3688 EF

,

Guðmundur ræðir um ljósálfa sem smáverur sem honum hefur verið sagt frá. Hann segir það vera langt fyrir ofan sinn skilning en gæti trúað því að það væru til svipir og vofur þó að hann hafi ekki orðið fyrir þeim sjálfur. Hann segist halda að hin svokallaða sál gæti verið á kreiki þótt líkaminn deyi. Hann heldur að eitthvert afl sé að baki sem enginn hefur skilning á þannig að samband á milli lifenda og dauðra er slitið og ekki gott. Miðlar og andatrú er svo eitthvað sem ekki er hægt að þræta fyrir. Segir að andatrúin sé komin í seinni tíð en fyrir þann tíma hafi fólk trúað á drauga. Segir foreldra sína hafa trúað því að ef maður lifði grandvöru lífi þá yrði eilífðin góð. Þau hafi verið mjög kristin og sérstaklega móðir hans. Guðmundur vill meina að menntun nútímans og það að fólk varð upplýstara hafi gert það að verkum að fólk hætti að trúa á drauga og slíkt


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 93/3688 EF
ÁÓG 78/9
Ekki skráð
Sagnir og lýsingar
Draugatrú og andatrú
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Björnsson
Ágúst Ólafur Georgsson
Ekki skráð
13.07.1978
Hljóðrit Ágústs Ó. Georgssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 23.04.2018