SÁM 90/2302 EF

,

Talar um að afi sinn hafi haft stáltaugar. Honum brá aldrei þó að hann væri skyggn. Þrisvar á ævinni sagðist gamli maðurinn hins vegar hafa misst stjórn á sér af hræðslu. Eitt skiptið var þegar hann var í Svefneyjum og heyrði drynjandi öskur í fjarska. Hann heyrði þrjú öskur og þau færðust alltaf nær bænum. Hann missti stjórn á sér af hræðslu og fékk að sofa hjá vinnumanni um nóttina. Hann vissi aldrei hvað þetta var en munnmæli sögðu að stundum skriðu sjaldséð, orkumikil sjóskrímsli á land í skammdeginu og að menn sem gættu fjár hafi stundum horfið. Heimildarmaður segir margar sagnir vera til skráðar um þessi mannshvörf. Segir frá bónda sem missti tvo menn sem voru að gæta fjár. Hvörfin hættu eftir að bóndi fór sjálfur með mikla járnstöng í hendi. Ekki fylgdi þó sögunni hvort bóndinn varð var við eitthvað eða ekki


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2302 EF
E 70/46
Ekki skráð
Sagnir
Heyrnir og sæskrímsli
TMI B231
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðjón Gíslason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.06.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017