SÁM 84/1 EF

,

Sögn um Herjólfsdrag, Þrælaháls og Bræður, eða viðureign Eiríks Orra á Eiríksstöðum og Herjólfs á Egilsstöðum. Þeir lögðu með sér fund inn á Vestur-Öræfum til að gera sakir sínar upp og samkomulag var að þeir mættu jafnliðmargir. En Eiríkur var miklu liðmeiri. Það sló í bardaga og var Herjólfur drepinn og þar heitir síðan Herjólfsdrag. Menn hans leituðu undan á heiðina. Þar drápu þeir nokkra þræla og heitir síðan Þrælaháls. Lengra austur á heiðinni náðu þeir bræðrum sem þeir drápu líka. Þar voru hlaðnar vörður sem heita Bræður.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 84/1 EF
EK 64/2
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni og fornmenn
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Aðalsteinn Jónsson
Thorkild Knudsen og Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
20.08.1964
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017