SÁM 90/2213 EF

,

Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Keldudal sagði heimildarmanni sögn um læk eða lind í Keldudal sem Guðmundur góði vígði. Dálítið fyrir neðan kirkjuna er lind sem að Guðmundur vígði. Vatnið úr henni þótti gott og heilnæmt gegn sjúkdómum og margir sóttu í það. Það var haft fyrir sið að sækja skírnarvatn í lindina. Seinna var þessu hætt. Eitt sinn fór kona að smala og var þá ein kýr nýlega borin á næsta bæ. Sá hún þá hvar skjöldótt kýr stóð upp við kletta og gat hún ekki séð betur en þetta væri sú nýborna. Hún taldi hana hafa strokið og ætlaði að ná í hana en þegar hún kom þangað var kýrin horfin. Annað sinn var féð rekið fram fyrir túnið og þar setið hjá því. Hún gerði það og sá hún þá dreng koma frá tóft fyrir ofan bæinn. Hún taldi þetta vera bróður sinn að ná í sig. Hún kallaði til hans en hann svaraði engu. Hann fór framhjá þéttum hólum og hvarf þar. Þegar hún kom heim var bróðir hennar heima. Hún hafði heyrt að gott væri að bera á sig vígða vatnið úr lindinni til að losna við skyggnina. Þegar hún varð eldri hætti hún að sjá hluti.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2213 EF
E 70/5
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, lækningar, skyggni, kvikfénaður huldufólks, skírnir og helgir menn
MI F200, ml 6055, tmi m71, tmi l301 og scotland: f91
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigríður Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
21.01.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017