SÁM 94/3862 EF

,

Hvernig lærðir þú þá ensku? sv. Í skóla, það urðu allir að læra íslensku.... ensku í skóla. sp. Þú hefur ekki kunnað neitt áður? sv. Ekki eitt einasta orð. Eins voru krakkarnir mínir hérna. Veistu það að þau töluðu ekkert af þeim, jú þau yngri töluðu svoldið ensku , en Erla hún kunni ekki orð í ensku þegar hún byrjaði í skóla. Talaði ekkert nema íslensku. sp. En hvernig fannst þér þetta þá þegar var verið að kenna ykkur? sv. Uss, krakkar eru svo fljótir að nema tungumál. Litlir krakkar, ung börn, þau nema tungumál mikið fyrr heldur en fullorðnir nokkurn tímann. Þau eru svo fljót að læra. sp. En fannst þér þetta þá aldrei erfitt þegar þú varst farin að tala ensku allan daginn í skólanum að koma heim..? sv. Ég fann aldrei fyrir því. Því maður bara skipti um strax og maður kom heim þá varð maður bara að tala íslensku, en í skólanum þar sem ég var þar töluðu allir krakkarnir íslensku og við töluðum svo mikið íslensku okkar á milli. Og við höfðum íslenskan kennara svo hún skildi vel hvað við sögðum svo þetta gekk allt ljómandi vel. Ég vissi ekki einusinni af því þegar ég var að læra enskuna. Það bara kom. sp. En var ekki fundið neitt að því við ykkur þá? sv. Ekki á þeim skóla þar sem voru allir hreint krakkarnir íslenskir og kennarinn íslenskur nema einn einasti krakki sem kunni ekki að tala íslensku, uss ekki nokkurn hlut. sp. En hvernig var það, varstu fermd? sv. Já, ég var fermd en þó er ég ekki trúuð manneskja. Ég er hérna það sem þeir kalla freethinker. Og ég hef ekkert sérstakt trúar... engin sérstök trúarbrögð. Ég hef bara trúarbrögð sjálf, sem ég trúi sjálf og læt það nægja. sp. En var það á íslensku sem þú varst fermd? sv. Ég var fermd á íslensku, ó ég var blessaður vertu ég var fermd upp á lútersku, já já. En þegar presturinn ætlaði að taka eiðinn af okkur, það voru tuttugu og tveir krakkar sem voru fermdir á sama tíma, og hann ætlaði að láta mig sverja og ég sagði nei. Ég segist ekki ætla að sverja því ég segist vita það að ég muni aldrei.... ég mundi vera að ljúga. Ég mundi aldrei geta gert allt þetta sem ég átti að gera. Svo hann sagði: „Viltu sverja þá að þú skulir reyna?“. Ég sagði: „Já, það er allt annað. Ég skal sverja það, já“. Því það gerði ekkert til. En ég var sú eina af tuttugu og tveimur krökkum sem sagði nei. En hann fermdi mig samt. sp. Hann hefur breytt textanum þá? sv. Líklega, hann hefur mátt til því að ég sór ekki. sp. Hvernig var þessi eiður, menn voru látnir skrifa undir að þeir ætluðu ekki að reykja og eitthvað svoleiðis? sv. Ja, þú veist, maður varð að læra trúarjátninguna alla saman, boðorðin og allt þetta nokkuð og mér fannst þetta vera allt of erfitt eins og ég mundi aldrei bölva. Það vita allir það að allir bölva. Það er ekki til neins að sverja það að þú ætlir aldrei að bölva því þú gerir það hvort sem er.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3862 EF
GS 82/10
Ekki skráð
Lýsingar og æviminningar
Tungumál og fermingar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Margrét Sæmundsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
22.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 25.03.2019