SÁM 89/1809 EF

,

Á Helgafelli liggur kirkjugarðurinn í miklum halla utan í fellinu. Hann er blautur því að vatn kemur út úr fjallinu. Var farið í að ræsa í kring um garðinn. Þetta var unnið í þegnskylduvinnu. Heimildarmaður var einn af þeim sem var fyrst að grafa þarna. Á móts við sáluhliðið á garðinum koma þeir niður á tvær beinagrindur. Greinilegt var að líkin höfðu verið sett þarna niður kistulaust. Virtust þetta vera bein af karl og konu. Ákváðu þeir að láta þetta vera. Næstu daga fóru aðrir menn í það að grafa. Nótt eina fer heimildarmann að dreyma það að einhver sé að koma upp stigann. Inn kom stór maður og var hann dökkur yfirlitum. Vaknaði heimildarmaður við þetta en sofnaði síðan aftur. Aftur dreymdi hann að einhver kæmi inn stigann en núna var það kvenmaður. Vaknaði hann og fór niður. Hringdi þá síminn og var heimildarmaður beðinn að skila því að næsta bæ að komið væri að þeim að fara í gröftinn. Fékk heimildarmaður síðan að vita að það hefði orðið að taka upp beinin. Þau voru látin í trékassa og grafin í kirkjugarðinum. Heimildarmaður telur að þetta hafi verið fólk frá klausturtímanum á Helgafelli sem hafi ef til vill brotið eitthvað af sér og því verið jarðað utangarðs.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1809 EF
E 68/19
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Afturgöngur og svipir, bein, kirkjugarðar og fornleifar
TMI C436
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Björn Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.02.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017