SÁM 94/3874 EF

,

Hvar og hvenær þú fæddist? sv. ..... sunnan við Riverton, austanverðu, með gömlu brautinni, sem að ... vatnsbrautinni sem kallað er, rétt norðan við, austan og norðan við hana og á móti, við Lónslínuna. Það var þar sem pabbi lifði í fjögur ár. Hann kom átján, átján nítíu og átta. sp. Hvað var hann gamall þá? sv. Mig minnir að hann hafi verið tuttugu og átta ára. Og þá, þá lifði afi minn þar, faðir mömmu, Oddur. Hann hafði sneið hérna norðan við Lónslínuna, skammt frá, og átti þar heima og Sigga, Sigríður, dóttir hans, hún var gift einum af þessum O’Haras. Þeir voru mælingarmenn á þeim tíma, landmælingamenn, þessi O’Hara bræður. Og þeir giftust tveimur systrunum, Jakobínu og Sigríði. Af því kom pabbi þangað af því að það var þar. Hún mamma var, hún var veik. Gat ekki fengið hjálp á Íslandi og, en afi, hann var að gutla við allrahandana lækningar, byrjaði strax á því að ferðast til Bandaríkjanna og hann sagðist nefnilega geta hjálpað henni, hún var slagaveik, og hann gerði það. Hann hjálpaði henni og eins Margréti, systir pabba, hún var líka slagaveik og það bar aldrei á henni á eftir. sp. Hvað gerði hann þá? sv. Það er það sem ég veit ekki, hann, ég veit að hann gaf nú mömmu meðal sem var ....... meðal það var kallað Golden Medical Discovery, það var frá félagi í New York. ........ og henni batnaði og á þessum tíma líka, þá hugsaði hún töluvert hafi hjálpað með dáleiðslu, svo að ég veit það ekki ....... hún var svo slæm. Þau voru á Ísafirði, hann var smiður á Ísafirði. Hann byggði skólahúsið, það stendur víst enn ..... sp. Og það hefur ekkert borið á því, eftir þetta? sv. Nei. Það tók hana dáltinn tíma. Það var ekkert tryggt fyrst eftir að hún kom frá landinu, 1902, en ég sá hana aldrei fá neitt svoleiðis. En hún var búin að vera svo mikið veik á Íslandi, hún missti heyrnina af taugaveiki, hún fékk taugaveiki og scarlet fever, og lungnabólgu, allt í einu. Og hún varð aldrei jafn góð eftir það. ....... sp. En faðir þinn, hann er ættaður af Suðurlandi? En móðir þín, hvaðan var hún aftur? sv. Afi var fæddur í Reykjavík, móðir hans var Rósa, það var gata í Reykjavík sem var kölluð Rósugata og það sagði mér einhver í fyrra að það myndi vera þar enn, það var Rósuhús, hún var víst heilmikil kona. En, einhvern veginn, það hefur ekkert haldist áfram kunningsskapur við hennar fólk sem hefði átt að vera. Ég veit ekki hvernig, mamma talaði oft um, um Rósu. Mamma hét Rósa Aldís því að amma hennar vildi ekki hafa neitt annað nafn með sínu nafni en Aldísi ..... það var vinkona hennar. Svo ferðaðist afi mikið .... við England og skandinavísku löndin. Hann var ákaflega góður í mörgum tungumálum. Svo hann hefur verið býsna góður í tíu. Og eitthvað .........hann nú meira. En hann var víst ágætur í ensku og frönsku og þýsku, og skandinavísku málunum. Og hann tók held ég, ég held hann hafi tekið eitthvað, byrjað á læknisfræði eitthvað en það voru ekki peningar til þess. Og af því varð hann prestur. Eh, og þetta var ástæðan fyrir að mamma..... en svo var nú ekki þægilegt að lifa bara á smíðunum. Af því tók hann landið ....... og byggði Geysir skólann nítján hundruð. sp. Hann hefur þá fengist alla tíð bæði við búskap og smíðar? sv. Já, bæði við búskap og smíðar. Hann byggði kirkjur held ég þrjár, Hnausakirkju, Riverton kirkjuna og kirkjuna hér í Árborg, og þrjá skóla, Geysirskólann, Laufásskólann og Víðirskólann og mörg hús í Riverton og nokkur hús hérna í Geysirhúsið gamla, Nortungu, Eyjólfsstöðum og hús vestur á Víðir.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3874 EF
GS 82/14
Ekki skráð
Lýsingar
Vesturfarar og æviatriði
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Traustadóttir Vigfússon
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
24.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019