SÁM 89/1939 EF

,

Kjöt var fyrir afla en heimildarmanni var það þó ekki fyrir afla. Kjöt var fyrir veikindum. Áður en spænska veikin kom dreymdi heimildarmann að hún væri að ganga götu og þar héngu svínslæri beggja megin við veginn. Heimildarmann dreymdi kjöt í húsi manna sem að komu illa út í veikinni. Fyrir afla dreymdi hana að sjór gengi á land. Mannasaur var fyrir silung eða lax í soðið. Léttklætt kvenfólk sem lét illa var fyrir óveðri. Mikið hey var fyrir harðindum. Ef búpeningur leit illa út var það fyrir heyleysi. Súr ber eru fyrir veikindum og því súrari sem þau eru því veikari varð heimildarmaður. Mýs og kettir voru fyrir gestakomu. Ef að köttur klóraði í bakið var það fyrir baktali.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1939 EF
E 68/101
Ekki skráð
Sagnir
Draumar og spænska veikin
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Oddný Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
05.09.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017