SÁM 85/243 EF

,

Gamansögur af séra Pétri Jónssyni á Kálfafellsstað. Eitt sinn var hann á ferð í Öræfum gangandi. Með honum var Þorlákur bóndi á Hofi. Þeir komu að Gljúfurá og var einhver vöxtur í henni. Presti leist ekki á að vaða hana en Þorlákur óð yfir. Þegar þeir voru komnir út í ána varð prestur hræddur og kallaði að þeir myndur farast og hann væri að síga. Þeir komust samt að landi með góðu móti og sagði prestur að hann skyldi sjá til þess að áin yrði brúuð sem allra fyrst því þetta væri hið versta vatnsfall. í annað sinn kom séra Pétur að Staðará. Hann var í hálfgerðum vafa með hvort áin væri fær svo hann sigaði hundinum í ána. Þegar hann sá að að hundurinn slapp yfir, þá áleit hann ána vel færa og reið yfir. Heimildir að sögninni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/243 EF
E 66/34
Ekki skráð
Sagnir
Ár, kímni, prestar og sagðar sögur
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Torfi Steinþórsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
19.08.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. af SÁM 85/242 EF

Uppfært 27.02.2017