SÁM 94/3877 EF

,

Hvernig er svo með félagslíf hér í sveitinni, tókst þú þátt í því? sv. Ójá, dálítið, til dæmis, við vorum bæði í barnaflokk sema skemmti á fimmtíu ára landnámsminningarhátíðinnni á Gimli nítján hundruð tuttugu og fimm. sp. Hvað voruð þið gömul þá? sv. Ég var, ég hef verið fimmtán og hún tólf. Og svog var ég oft í söngflokknum eftir það.... En ég segi alltaf að, að ég hafi sungið á Gimli nítjan tuttugog fimm en á sjötíu ára landnámsminningarhátíðinni þá var aftur stórhátíð á sjötíu og fimm ára... og ég segjaði þeim að maður geti ekki alltaf verið að þessu. Ég saung nítján tuttuguog fimm og svog saung ég aftur á hundrað ára afmæli, - Ég saung á fimmtíu ára hátíðinni og aftur á hundrað ára, þá sextíu og fimm ára gamall. sp. Hvaða kór var það? sv. Það var blandaður kór sem að Jóhannes Pálsson stýrði. sp. Var það kór sem starfaði alltaf, allt árið? sv. Nei, nei, það .... sp. Hvernig prógramm voruð þið með? sv. Ó, í þá daga var hérumbil alltaf svo langar ræður að það var alveg að drepa mig, unga fólkið, að bíða eftir að þetta yrði búið, hahahah, og það var, var ..... með ljóð, minni Kanada, Guttormur stundum og Sveinn gamli Björnsson, Guðmundur Einarsson.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3877 EF
GS 82/15
Ekki skráð
Lýsingar
Skemmtanir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Brandur Finnsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
20.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019