SÁM 84/207 EF

,

Ennismóri fylgdi fólkinu frá Skriðnesenni. Heimildarmaður sá hann einu sinni all greinilega. Þá var hann í Ólafsdal. Á Ólafsdalseyrum þótti reimt því sex eða sjö menn höfðu drukknað í Eyrarvík. Einn morgunn um veturinn er heimildarmaður ásamt tveimur öðrum piltum fyrir utan íbúðarhúsið. Búið var að kveikja í kennslustofunum og skinu ljósin niður á bæjarflötina. Niður að árbakkannum lá hlaðin tröð. Piltarnir spyrja Kristján hvort hann sé ekki myrkfælinn en hann neitaði því. Gamall maður var í Ólafsdal sem hét Guðmundur Ólafsson og gaf hann í fjósinu. Fjósið stóð suður af íbúðarhúsinu. Þetta gerðist á þeim tíma þegar hann var í fjósinu. Svo leggur heimildarmaður af stað niður tröðina og ætlar niður á eyrar. Þá sér hann mann koma á móti sér neðan tröðina. Þegar hann kemur í ljósið sér heimildarmaður að þetta er stráklingur sem er klæddur í vaðmálsúlpu og var öll í rifum að neðan. Einkennilegast þótti honum að niður undan úlpunni voru skálmar sem nú voru bara tægjur. Þar fyrir neðan voru bara beinin. Móri stefnir á fjósdyrnar og Kristján eltir hann. Guðmundur gamli sér líka móra og hendir að honum skóflu með skít. Móri þessi fylgdi manni frá Skriðnesenni sem flutti ull í til tóvinnuvélanna í Ólafsdal. En þessi maður var þá á leiðinni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 84/207 EF
EN 65/52
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Nafngreindir draugar, fylgjur og reimleikar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kristján Bjartmars
Geir Jónsson
Ekki skráð
1964
Ekki skráð
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017