SÁM 85/213 EF

,

Heimildarmaður bjó á Ferjubakka í 39 ár og var þar með búskap. Þetta var stór jörð og var fjórbýli þar. Guðmundur var mikið á ferðalögum. Hann flutti menn og hafði svolítið fyrir það en það var lengi atvinna með búskapnum. 27 haust var hann í fjárkaupum fyrir kaupmennina í Borgarnesi. Einnig flutti hann fólk yfir síkin mannflutningar yfir síkin hjá Ferjubakka. Eitt sinn flutti hann séra Stefán, konuna hans og systir hennar. Vatnið var stundum upp í kvið á hestinum á þessari vatnsgötu. Hann segir þeim að horfa bara á bakið á sér. Allt í einu kemur hestur systurinnar með söðulinn í taglinu. Guðmundur náði að kippa í söðulinn, en þá hafði gjörðin slitnað. Hann náði systurinni upp úr, en pilsin héldu henni uppi. Fyrir þetta gefur séra Stefán honum 2 krónur.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/213 EF
E 66/5
Ekki skráð
Lýsingar og æviminningar
Prestar , atvinnuhættir , búskaparhættir og heimilishald og ferðalög
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Andrésson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
21.07.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017