SÁM 89/1813 EF

,

Huldufólkssaga úr Svalvogum. Móðir heimildarmanns sá eitt sinn huldukonu. Á Svalvogum var búið í tvíbýli. Verstöð var þarna skammt frá. Dóttir hjónanna hinum megin hét Ingibjörg. Hún var að huga að kindum. Móðir heimildarmanns var að þvo þvott og var að bíða eftir því að Ingibjörg kæmi heim. Rétt hjá bænum var stór steinn sem að kallaðist Einbursti. Sá móðir heimildarmanns að þaðan kom stúlka sem gekk að bænum og fór þar inn. Taldi móðir heimildarmanns að þarna væri Ingibjörg komin og fór því heimleiðis. Fór hún inn í eldhúsið og kveikti upp til að fara að elda mat. Fór hún síðan inn í hitt húsið en sá þar enga manneskju. Engan sá hún úti. Eftir langan tíma kom Ingibjörg en hún hafði ekki komið í bæinn fyrr en þá. Árið 1882 heyrði móðir heimildarmanns eitthvað. Alltaf var vani á þessum tíma að lesa húslestra og syngja passíusálma. Var vani að annar húsbóndinn læsi en móðir heimildarmanns var vön að syngja með honum. Eitt kvöldið fór hún út að snúru að ná í þvott. Heyrir hún þá að byrjað var að syngja. Var sungið mjög vel og taldi hún að gestur væri kominn sem væri að syngja. Þegar hún kom inn var henni sagt að enginn hefði verið að syngja þar. Um vorið komu mislingar á bæinn og dóu þrír á bænum af þeirra völdum.

Sækja hljóðskrá

SÁM 89/1813 EF
E 68/21-22
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk , huldufólksbyggðir , heyrnir og veikindi og sjúkdómar
MI F200 , mi f210 , scotland: f12 og ml 7080
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigríður Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.02.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017