SÁM 85/280 EF

,

Eyjólfur var maður sem bjó á Mýrum. Hann var mjög barngóður en frekar skapbráður. Fannst krökkum gaman að hnoðast á honum. Fóru þeir oft upp á herðar á honum. Þetta fannst þeim öllum skemmtilegt. Eyjólfur var blindur maður og hann gekk með prik. Ef hann hljóp á eftir krökkunum þá endastakkst hann oft í þúfunum. Eyjólfur var eitt sinn í Þingmúla og þar var unglingsstrákur Þorbjörn Eiríksson sem að hafði mjög gaman af því að stríða Eyjólfi. Eyjólfi var því illa við og langaði til þess að hefna sín á honum. Einn morguninn var Þorbjörn að bera vatn í fjósið og kom Eyjólfur þar að honum. Ætlaði Eyjólf sér að hengja Þorbjörn og hafði mjög gaman af. En það vildi honum til happs að maður kom þar að og stoppaði þetta.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/280 EF
E 65/13
Ekki skráð
Sagnir
Leikir , æviatriði , atvinnuhættir , húsakynni , utangarðsmenn og barnastörf
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Zóphonías Stefánsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017