SÁM 90/2237 EF

,

Það var huldufólkstrú í Hamri. Það týndist drengur að vorlagi og það var mikið leitað. Heimildarmann dreymdi drenginn þar sem hann sagðist vera svo svangur. Hún sá hann sitja undir steini með hönd undir kinn. Þegar hún sagði frá þessu og lýsti staðnum eftir því sem hún hafði séð þá hélt fólk bara að honum liði vel því hann væri hjá huldufólki. Síðar fundust beinin á leiðinni frá Hafnarfirði til Selvogs, á þeim sást að hann hafði setið undir steini með hönd undir kinn, og með sömu húfu og hún hafði séð í draumnum. Hún var 24 ára þegar þetta gerist. Þarna átti að búa huldufólk og menn trúðu að drengurinn hefði verið heillaður þangað.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2237 EF
E 70/21
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar, huldufólkstrú og hyllingar huldufólks
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigríður Guðjónsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
19.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017