SÁM 85/275 EF

,

Eitt sinn á fyrri búskaparárum heimildarmanns sagðist Ingibjörg, kona heimildarmanns, ætla með honum að sækja ærnar. Með henni var ung stúlka, Björg að nafni. Venjulega kom féð allt heim að beitarhúsum, en í þetta sinn vantaði nokkrar ær og fór Sveinn að huga að þeim. Hann var lengi í burtu. Þær ákváðu að gera honum bilt við þegar hann kæmi en hann heyrði til þeirra í hlöðunni. Sveinn fór inn í húsið án þess að þær yrðu varar við. Hann lét hey detta ofan á þær og lék draug. Þær urðu hræddar og þótti hann leika á sig.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/275 EF
E 65/10
Ekki skráð
Æviminningar
Draugatrú
ML 3005
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sveinn Bjarnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
05.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017