SÁM 89/1942 EF

,

Draumar heimildarkonu. Hana dreymdi fyrir forsetakosningunum. Henni fannst hún vera komin í gömlu íbúðina sína. Gunnar og Vala voru flutt þangað og hún var að færa þeim gamalt kökuform og í því var blóm. Það kom fram að Gunnar hafði fengið minna af atkvæðum en reiknað hafði verið með. Eitt sinn fannst henni að hún væri stödd á Grímsstaðaholti og stóð Hannibal þar ásamt fleira fólki. Nefndi hún við hann að hann færi að skammta brauðið. Hellt hafði verið rusli á götuna og þóttist hún hirða eitthvað af því. Taldi hún þetta vera fyrir stjórnarháttum vinstristjórnarinnar. Eitt sinn fyrir bæjarstjórnarkosningar dreymdi heimildarkonu að hún lægi í rúminu ásamt manni sínum. Til hægri sváfu börn þeirra í kojum. Inn um dyrnar kom fljúgandi gammur og ætlaði maður hennar að varna honum frá börnunum. En Jónína sagði honum að þess þyrfti hann ekki því hann kæmist ekki hátt. Hún telur þennan draum vera fyrir gengi sjálfstæðisflokksins þar sem gammur er tákn hans. Eitt sinn fyrir kosningar dreymdi hana að hún væri að labba niður Vesturgötu og héngu margir menn fyrir utan Morgunblaðshúsið. Einn og einn maður datt og skullu þeir niður í götuna en þeir ruku síðan upp ómeiddir og hlupu í burtu. Sjálfstæðismenn töpuðu mönnum í kosningunum. Eitt sinn dreymdi hana að hún kæmi inn í stofu og þar voru þrjú rúm hlið við hlið en við vegginn stóð lítil vagga. Við hana stóð systir hennar að sinna stúlkubarni. Jónína sá hvar eitt rúmið hvarf. Systir hennar missti einn drenginn sinn þegar hún var ólétt af stúlkubarni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1942 EF
E 68/103
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar og stjórnmál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jónína Jónsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
10.09.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017