Magnús Rafnsson – Minningar úr Reykjavík og Bjarnarfirði, 19:51

,

Upplifir ekki sömu þörf ungs fólks að flytja í sveitir landsins líkt og þau gerðu. Þau upplifðu kynslóðaskipti á bæjunum þegar þau komu. Nú er sá tími kominn en meðalaldur er hærri á bæjum en var þegar þau komu vestur. Þá voru allir með sauðfé, en nú eru aðeins 4 sauðfjárbú í hreppnum. Fólk sækir vinnu annað og er því ekki eins bundið staðnum. Þá virðist veðurlag hafa breyst. Ekki hefur mikill snjór verið síðan 1995. Yfirleitt er fært allan veturinn. Sjálfur vinnur hann við Galdrasýninguna og getur undirbúið sína vinnu heima. Fékk nýlega bókakassa frá bæ í sveitinni og þar á meðal handrit frá 19. öld. Bækurnar eru rímur og fantasíusögur - jafnvel kennslubók í málmsmíði. Einnig kristilegar bækur. Uppskrifað handrit er uppskrift af Pilti og Stúlku. Sighvatur Borgfirðingur var í 4 ár í hreppnum og voru 18 heimili sem fengu hann til að skrifa upp fyrir sig bækur. Það var hans aðal lifibrauð. Í hreppnum var lestrarfélag og eru bækur þess á Landsbókasafninu.


Ekki skráð
Ekki skráð
Magnús Rafnsson – Minningar úr Reykjavík og Bjarnarfirði
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.02.2018