SÁM 88/1517 EF

,

Árið 1964 dreymdi heimildarmann að talað væri til sín og hann beðinn um aðstoð. Sá hann þar mann og sagðist hann hafa mikið að gera og þurfa aðstoð við að reikna út happdrætti. Ekki sagðist heimildarmaður kunna það en maðurinn situr við sinn keip og nefnir hungurdauða í sambandi við þetta. Ákvað heimildarmaður að hjálpa honum og studdi sig við fjöl sem að hallaðist svo mikið að hún varð lárétt. Framundan henni komu fjórir listar. Fjögur epli ultu frá brjósti heimildarmanns. Mágur hans kom þar að og tók eitt eplanna. Fyrir neðan fætur hans sá hann letrað orðið hungurdauði.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1517 EF
E 67/39
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þorleifur Árnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
23.02.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017