SÁM 94/3861 EF

,

Hvernig var húsið þar sem þú fæddist, það var rétt hjá þar sem Gunnar var, er það ekki? sv. Já, eitthvað hálfa mílu frá. sp. Hvernig var húsið þar? sv. Heima? Hvurnig var húsið? Það var kjallari og aðalgólfið og svo var uppi á lofti, sem að við höfðum herbergi. sp. Var mikið af þeim, var þetta stórt hús? sv. Það voru fjögur herbergi uppi og eitt svefnherbergi niðri en svo eldhús og ég man ekki hvað þeir kalla það, sem er kallað living room á ensku, svo var kjallari sem að fluttum við þangað niður á sumrin, þegar það var voða heitt. Þar var eld... matreitt þar niðri af því að það var ekki eins, hitaði ekki eins upp húsið. Það var áður en rafmagn kom inn. Það var brúkaður eldiviður til að kynda og matreiða. sp. Hvernig var með húsgögn, var það sama og er komið núna? sv. Mikið, það var náttlega ekki kælir. Það var notað íshús. Það var grafið oní jörðina og gert eins og veggur. Svo var sett þarna bara vatn úr brunn svona mikið á dag til að byggja upp ís, kannski mörg fet af ís. Svo mundi þetta duga yfir sumarið til að halda rjóma og kjeti og hinu öllu köldu oní þessu íshúsi. Það var sett þarna oní bara (vatnið) og ísinn var kannski mörg fet á þykkt, niður. Svo mundi það vera oní jörðinni kannski. Það mundi haldast kalt þar niður. Það var byggt eins og kofi yfir og ísbotn. Það mundi ekki haldast frosið heldur mundi haldast kalt. Það smábráðnaði en hefur haldist þangað til langt fram í, kannski september. sp. Hvernig var með útihús? sv. Það var fjós með gripum í og kúm. Mjólkurkýr. Svo voru svínafjós og kindafjós. Við höfðum kindur líka, hesta, kindur, svín og gripi og hænsn. sp. Þið hafið ekki talað um hænsnafjós? sv. Hænsnahús. sp. Hvað með orð eins og steibla? sv. Steibla, þetta var brúkað stundum líka. Steibla var vanalega talað um ef það var heyloft í steiblu. Heyið við höfðum við bara í stakk svo var borið inn til gripina. Steibla var vanalega kallað ef það var fjós sem að hafði heyloft í. Þá var mokað niður.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3861 EF
GS 82/10
Ekki skráð
Lýsingar
Húsakynni, tungumál og útihús
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Lárus Pálsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
22.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 25.03.2019