SÁM 93/3701 EF

,

Jón segir að fólk dreymi að til sín komi menn sem það þekkir, ýmist dáið eða lifandi; hann er spurður út í aðsókn og mara, Jón er ekki frá því að það eigi sér stoð í raunveruleikanum; Jóni hefur oft fundist eitthvað í kringum sig sem eigi erindi, ýmist í svefni eða vöku; hann minnist þess að hann hafi rætt við móður sína þegar hann var rétt um fermingu, vestur í Dýrafirði í Lambadal, að hún sagði honum frá kunningjum sem hún þekkti sem höfðu verið að spjalla um eilífðina og hefðu komið sér saman um að sá sem fyrr færi léti hinn vita af sér; Jón stakk upp á því við móður sína að þau gerðu samskonar samning; móðir hans samþykkti það með þeim fyrirvara að guð leyfði slíkt; stuttu eftir andlát móður sinnar sá hann hana þar sem hann lá í rúmi sínu, hún gekk ekki heldur leið eftir gólfinu; hann spyr hana hvernig væri hinum megin; hún svarar: „Þú veist það nú Nonni minn, að það þarf ekki að vera alveg einsog maður hélt, en það er samt.“ Jón segir umtal um drauma hafa minnkað, það sé svo mikill hraði, mikil spenna, útvarp og sjónvarp, sem veldur því að þetta kemst ekki að.


Ekki er búið að klippa og lesa inn hljóð- eða myndskrá fyrir þessa færslu.
SÁM 93/3701 EF
ÁÓG 78/16
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Draumar, afturgöngur og svipir, aðsóknir, draugar og trúarhættir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón Bjarnason
Ágúst Ólafur Georgsson
Ekki skráð
21.07.1978
Hljóðrit Ágústs Ó. Georgssonar
Engar athugasemdir

Kristín Anna Hermannsdóttir uppfærði 28.05.2018