SÁM 86/802 EF

,

Arnarnesmóri gerði ekkert af sér, en sótti að fólki. Oft dreymdi fólk illa áður en draugarnir komu að bæjum. Heimildarmaður gerði dálítið af því að semja eftirmæli um látið fólk. Hún þurfti að standa við skriftirnar því að aðstaðan var slæm. Hún var með lítið borð sem hún setti kassa á og stóð síðan við þetta. Nokkur börn átti hún sem að hún þurfti einnig að sinna um. Eitt sinn varð norskur maður úti og var heimildarmaður beðin um að skrifa eftirmæli eftir hann. En áður en hún var beðin um það sótti að henni mikil svefnþrungi og þreyta. Skrifar hún síðan eftirmælin en rétt áður en von var á einhverjum til að ná í skrifin fær heimildarmaður þungt fyrir hjartað og verður hálf lasin.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/802 EF
E 66/52
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Draumar, nafngreindir draugar, fylgjur, húsbúnaður, bækur og handrit, slysfarir, aðsóknir, draugar og veikindi og sjúkdómar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Lilja Björnsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
11.10.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017