SÁM 84/1 EF

,

Í Skógargerði og nágrenni eru margir fallegir klettar. Sú trú er að þar búi huldufólk. Þegar Hallgrímur Helgason var að alast upp í Skógargerði lék hann sér oft við klett fyrir neðan túnið. Hann var gjarn á að hafa hátt því hann var söngmaður mikill. Einu sinni sofnaði hann neðan við klettinn og dreymdi að til hans kæmi kona að biðja hann að hafa ekki hátt því börnin gætu ekki sofið fyrir honum. Hann vaknaði og þóttist vita að þetta væri huldukona. Leiði er við Keldá, en heimildarmaður segir það ekki hafa nafn. Gangnamenn sjá það. Á því er steinum raðað í kross.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 84/1 EF
EK 64/2
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, huldufólkstrú og leiði
MI F200 og mi f210
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Helgi Gíslason
Thorkild Knudsen og Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
20.08.1964
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017