SÁM 90/2110 EF

,

Túlíníus þoldi ekki hákarl. Eitt kvöldið sitja Jón Ólafsson og Stefáni Bjarnason verslunarmann frammi á kontór og eru þar að drekka brennivín og éta hákarl. Þá heyra þeir að karlinn kemur og er Stefán lukkulegur yfir því að Jón var með hákarl í höndunum. En Jón lét eins og ekkert væri en þegar karlinn opnaði hurðina henti hann því í Stefán og hann greip það ósjálfrátt og stakk hann þessu inn á sig. Konráð var piltur sem var þarna. Einn morguninn þegar vinnukonan kom inn með morgunkaffið þá lá hann í rúminu og var allur vafinn og var bundið um höfuðið á honum. Hann vildi ekki segja stúlkunni hvað hafði komið fyrir. Hún sagði frúnni þetta og fór hún að skoða þetta. Sagði hann að Jón og Stefán hefðu talið sér trú um það að eyrun væru miklu fallegri á honum ef þau væru vel útstæð. Þeir létu fullt af umbúðum fyrir aftan eyrun á honum og þrykktu þeim fram. Þetta sögðu þeir honum að liggja með í einhvern tíma.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2110 EF
E 69/66
Ekki skráð
Sagnir
Kímni, matreiðsla, hrekkir og áfengi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Símon Jónasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
08.06.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017