SÁM 90/2275 EF
Skiptar skoðanir eru um það, hvort atburður þessi var af mannavöldum eða ekki. Á bænum Höfn í Bakkafirði bjó þá kona, Jórunn Thorlacius að nafni. Það henti stundum í rigningu að skraufþurrum beinum var kastað niður um eldhússtrompinn hjá henni. Voru þetta alls konar bein til dæmis kindabein. Þarna var karl sem var vangefinn, hann var kallaður Dabbi frá Bakka. Sagan segir að þegar hann var barn og brunaði niður fannirnar á sleða hafi hann látið öllum illum látum. Kona birtist móður hans og kvartaði undan þessu ónæði við bæinn sinn en ekkert virðist hafa verið gert í málinu. Þetta atvik er sagt hafa komið beinadraugnum af stað. Dabbi þessi var auðnuleysingi. Var gert í því að stríða honum. Karlinn var mikið fyrir að fara á böll. Piltarnir notuðu skeggáburð og vildi Dabbi vera eins. Þeir gerðu það af hrekk sínum að bera lím í skeggið á Dabba. Þeir brenndu sig þó illilega á þessu svo mikið gekk á fyrir karlinum þegar þeir voru að hreinsa framan úr honum. Dabbi þessi átti eina dóttur sem dó ung. Hún hét Elísabet og var hún ekki eins og fólk er flest. Dabbi gerði mikið úr sauðfjáreign sinni. Hann sagðist eiga svona margar og svo ætti hann miklu fleiri ef þær hefðu ekki dáið
SÁM 90/2275 EF | |
E 70/28 | |
Ekki skráð | |
Sagnir | |
Huldufólk , huldufólksbyggðir , utangarðsmenn , draugar og bein | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Þórunn Kristinsdóttir | |
Hallfreður Örn Eiríksson | |
Ekki skráð | |
15.04.1970 | |
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar | |
Engar athugasemdir |
Uppfært 27.02.2017