SÁM 89/1853 EF

,

Bátur frá Ísafirði fórst haustið 1924. Draumur heimildarmanns og lýsing á aðkomunni á slysstað og fleira. Daginn áður en slysið varð var mjög vont veður og um kvöldið var mikið fárviðri. Daginn eftir var komið sæmilegt veður. Heimildarmann dreymdi að maður kæmi inn hjá honum og legðist upp við þilið. Honum fannst hann kannast við manninn og fannst eins og hann vildi segja eitthvað við sig. Hann frétti síðan seinna að skipið hefði farist þessa nótt og tíu manns með honum. Gengnar voru fjörur og fannst brak úr bátnum og einn fótur. Fleira rak síðan næstu daga. Einn maður ætlaði að nota skutinn af bátnum til að liggja í leyni í. En hann hélst ekki við þar vegna þess að honum fannst eitthvað vera að ásækja sig. Heimildarmaður telur að sá maður sem að hann sá í draumnum hafi verið í áhöfninnni. Líkin af skipinu hafa ekki enn fundist. Seinna var heimildarmaður að liggja fyrir tófu og sofnaði hann. Þá sér hann mann standa og horfa ofan á sig


Sækja hljóðskrá

SÁM 89/1853 EF
E 68/46
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Draumar, slysfarir, aðsóknir og nýlátnir menn
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Guðnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017