SÁM 93/3784 EF

,

Sagt frá fyrirboða sem Sveinbjörn varð fyrir þegar hann var við veiðar við Siglufjörð. Hann ásamt vinnumönnum sínum voru seinir af stað í róður í blankalogni og Sveinbjörn farinn að sjá í hina mótorbátana við Siglufjörð en hann var einn uppi á meðan hinir voru sofandi fyrir neðan. Þegar hann var komin fyrir miðju Siglufjarðar fer hann að syfja og sofnar undir stýri en það gerðist aldrei á meðan hann var formaður. Þegar hann rankar við sér var búið að snúa bátnum við svo hann snéri honum aftur í fyrri átt. Þetta gerist tvisvar til viðbótar þar til Sveinbjörn gefst upp og heldur af stað til lands frá bátunum. Þegar hann kemur nálægt landi tekur hann eftir gráum sefjubakka við Siglufjörð sem var fyrirboði um hið versta rok og Sveinbjörn heldur áfram í átt til lands og leggur í skjól við Hvanndalabjarg í Ólafsfirði til að fiska. Stuttu síðar kemur hávaðarok fyrir vestan.


Sækja hljóðskrá

SÁM 93/3784 EF
FJ 75/50
Ekki skráð
Reynslusagnir
Veðurspár og vernd guðs
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sveinbjörn Jóhannsson
Frosti Fífill Jóhannsson
Ekki skráð
11.09.1975
Hljóðrit Frosta F. Jóhannssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 9.01.2019