SÁM 90/2143 EF

,

Kreppuárin og Guðmundur Hólakots í Reykjavík. Einu sinni á kreppuárunum var hart í ári hjá Guðmundi og kom hann þá til bæjaryfirvalda og bað um aðstoð. Sagði hann að það væri ekkert til að borða heima. En hann fékk enga aðstoð. Hann kom aftur með stóran hníf og spurði hvort að þeir vildu að hann skæri konuna og krakkana. Þá fékk hann aðstoðina. Á kreppuárunum var hent gömlu kjöti í Hafnarfjarðarhraun. Þá fór fólk þangað og át kjötið. Kreppuárin voru mjög erfið. Kaupmenn reyndu að aðstoða eftir mætti en þeir fengu ekki greitt. Heimildarmaður var með verkstæði og henti reikningum sem að hann vissi að hann fengi ekki greitt fyrir.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2143 EF
E 69/92
Ekki skráð
Sagnir
Aðdrættir, matreiðsla, fátækt og kreppuárin
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Davíð Óskar Grímsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
20.10.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017