SÁM 90/2236 EF

,

Þegar Jón gamli gróf Hinrik upp úr þúfunni þá sendi hann Hinrik fyrst til stúlku sem var móðursystir heimildarmanns og lét hann elta hana. Um veturinn, stuttu fyrir jól, brennur bærinn á Horni til kaldra kola. Inni í eldinum var skatthol sem Jón gamli átti, hann sagðist myndu deyja ef hann næði ekki skattholinu. Skattholinu var bjargað, inni í því átti hann að geyma galdraplögg sín og annað slíkt. Notað til að verjast Hinrik, hann gat varið sjálfan sig en gat ekki varið börnin sín fyrir Hinriki. Vörnin fólst í að Jón gat sent Hinrik stuttan tíma frá sér. Til dæmis átti Jón að hafa skilið eftir blað í tóftinni þegar hann sendi Hinrik á eftir heimildarmanni og frænda hans. Þetta átti að verða til þess að Hinrik yrði eftir á Dynjanda. Jón notaði Hinrik til að drepa kindur og jafnvel kýr frá öðrum. Að hluta til gerði hann það til þess að forðast að Hinrik væri heima á bænum hjá honum


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2236 EF
E 70/20
Ekki skráð
Sagnir
Sendingar, slysfarir, galdramenn og galdrar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017