SÁM 89/1816 EF

,

Sagan af Helgu Bárðardóttur. Helga fór um allt Ísland til að gá hvort hún fyndi ekki einhvern fallegan stað til að eiga. Faðir hennar var Bárður og bjó hann á Snæfellsjökli. Hún hafði verið rifin upp frá Skeggja. Á Hjalla í Ölfusi var Helga og þar var einnig farmaður. Hún átti lokrekkju og gullhörpu með silfurstrengjum. Einnig gullstól og fleiri gripi. Á kvöldin fór hún að syngja og varð farmaðurinn mjög hrifinn af söngnum. Hann skreið inn í lokrekkjuna. Hún fékk andstyggð á karlmönnum eftir þetta. Hún fór á Helgufell, þar vísaði hún mönnum leið og lifði á fiski. Þarna átti hún 3 stóra hella. Heimildarmaður veit ekki hvar þetta hefur verið.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1816 EF
E 68/24
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni , fornmenn , fiskveiðar , söngur , húsbúnaður , ættarfylgjur , hellar , staðir og staðhættir , vegir og hljóðfæri
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kristján Helgason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
19.02.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017