SÁM 89/1795 EF

,

Þorleifur í Bjarnarhöfn, lækningar hans og fjarskyggni. Systir fóstra heimildarmanns fór einu sinni til hans til lækninga. Henni þótti hann vera merkilegur maður og ekki alveg eins og fólk er flest. Hann stundaði lækningar og vel var látið af honum. Stúlka var á heimilinu hjá honum sem fór eitthvað í ferðalag. Mælst var til þess að hún myndi fara ein. Lá Þorleifur upp í rúmi en sagði allt í einu að þarna tæki hún nú Gunnu með sér þótt að það væri búið að banna henni það. Þetta reyndist vera satt. Hún fékk Gunnu með sér í ferðalagið.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1795 EF
E 68/11
Ekki skráð
Sagnir
Húsbúnaður , ferðalög , lækningar , veikindi og sjúkdómar og skyggni
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ólöf Jónsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
16.01.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017