SÁM 89/2010 EF

,

Draumur. Árið 1948 dreymdi heimildarmann að hann væri á gangi á góðum vegi. Hann kom að stóru þili þar sem engar dyr voru á en hann varð að komast í gegnum það. Þá kom til hans maður sem honum fannst vera Jóhann tengdafaðir hans. Þeir fóru í gegnum þilið og við tók góður vegur. Þá komu þeir að stóru hliði og fór allt á sömu leið. Þá tók við dimmur, stuttur gangur. Sagði maðurinn að allir þyrftu fylgd og lét hann heimildarmann fara inn um dyr. Þar mátti sjá ljósleitan bláma og var unaðslegt að vera þar. Engin takmörk var á sjóndeildarhringnum. Mikið af fólki var á jörðinni. Hár, hvítklæddur maður bauð hann velkominn. Taldi hann sig vera kominn til himnaríkis. Hann sá ekki hásæti dýrðarinnar og sá ekki Guð. Heimildarmaður vaknaði við það að hann var að kveða þessu vísu; Margur kyndir kífsins þel. Heimildarmaður telur að þarna hafi hann fengið að sjá hvað bíði hans eftir dauðann.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2010 EF
E 68/160
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar og trúarhættir
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Pétur Ólafsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.12.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017